UM

EasyWaXXX

EasyWaXXX er næsta kynslóð af skíða og snjóbretta umhirðu. Vaxið okkar festist ekki bara á heldur smjúga nanóeindirnar inn í efnið og binda sig við á sameindastigi. Við sameinum áralanga reynslu af vetraríþróttum með nýjustu nanótækni til að gefa viðskiptavinum okkar aukið:

  • SJÁLFSTRAUSTBúnaðurinn þinn virkar léttari og með betri svörun. Mótstaða hverfur eins og dögg fyrir sólu. Léleg snjóskilyrði skemma ekki lengur daginn fyrir þér. Byrjandi eða atvinnumaður, þú tekur eftir muninum strax.
  • FRAMMISTÖÐUByrjendur sem nota EasyWaXXX eiga auðveldara með að læra á skíði/bretti, finna meira sjálfstraust og skemmta sér betur. Atvinnumenn finna mikinn mun á virkninni þegar kemur að hraða og lipurð. Skíðaleigur fá betri árangur – og betri umsagnir frá viðskiptavinum.
  • UMHVERFISVITUNDÓlíkt hefðbundnum aðferðum sem innihalda eiturefni eins og flúor sem menga viðkvæm vistkerfi fjallanna, EasyWaXXX er eiturefnalaust og umhverfisvænt.
easywaxxx background

“Bara að spreyja einu sinni yfir gefur góða tilfinningu og viðbragð. EasyWaXXX lætur 500€ skíði virka eins og 1000€ skíði. Ótrúlega gott”

Richard Bland

easywaxxx logo

UM

FYRIRTÆKIÐ

Árið 2013 var Chris Norton, skíðakennari og faðir, að gera tilraunir með tækni sem myndi hjálpa syni sínum að komast hraðar í keppni og byrjendum að læra hraðar. Hann lærði einnig um hversu óheilbrigt og mengandi vaxið sem þegar var á markaði var. Hann fékk annan kennara með sér í lið sem gerir tilraunir nanótækni og þeir náðu að finna framúrskarandi hugmynd um vax og formúluna til þess að koma henni í framkvæmd.

Þeir sóttu um einkaleyfi fyrir byltingarkenndri tækni árið 2014 og eyddu næstu fimm árum í að þróa og prufa verkefnið og vöruna í samvinnu við skíðafyrirtæki og atvinnumenn í vetraríþróttum. Árið 2019 ganga þeir til liðs við Tommy Syversen, norskan vetraríþrótta frumkvöðull og fjárvesti, og saman stofna þeir EasyWaXXX og koma vörunni á framfæri.

Þann 3. apríl 2019 var gefið út einkaleyfi á heimsvísu og fékk EasyWaXXX fljótlega aukinn stuðning frá ólympíuförum og stórum skíðaleigufyrirtækjum. EasyWaXXX er auðveldarra í notkun, hraðara en samkeppnisaðilar og umhverfisvænt – og uppfyllir nú þegar reglugerð ESB fyrir árið 2020.

“Gerir nákvæmlega það sem það segir: Ekkert bull, engin bið, finnanlegur munur. Auðvelt val.”

Arthur Igloi